lau 28. nóvember 2015 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tony Pulis hringir í stuðningsmenn West Brom
Pulis vill fá fleiri stuðningsmenn á völlinn
Pulis vill fá fleiri stuðningsmenn á völlinn
Mynd: Getty Images
West Brom hefur verið að spila ágætlega á þessu tímabili og situr liðið í tólfta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 13 leiki.

Tony Pulis, stjóri West Brom, er þó ekki þekktur fyrir að spila skemmtilegan bolta með sín lið og hafa stuðningsmenn liðsins því ekki verið nógu duglegir að mæta á völlinn.

West Brom vill breyta þessu og hefur félagið fundið skemmtilega leið til að reyna að fá stuðningsmenn aftur á völlinn.

Aðferðin er einfaldlega sú að Tony Pulis, stjóri West Brom, hringir persónulega í stuðningsmenn og býður þeim að kaupa miða á leiki hjá liðinu.

Afar skemmtileg og áhugaverð aðferð hjá West Brom og spurning hvort að margir aðrir stjórar myndu reyna þetta, en viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og eins sjá má hér að neðan.















Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner