Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 28. nóvember 2015 12:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Vardy stofnar akademíu fyrir leikmenn í utandeildinni á Englandi
Vardy hefur farið á kostum á þessu tímabili
Vardy hefur farið á kostum á þessu tímabili
Mynd: Getty Images
Jamie Vardy, sóknarmaður Leicester, hefur ákveðið að fara í það verkefni að stofna akademíu fyrir leikmenn í utandeildinni á Englandi.

Vardy lék með Fleetwood í utandeildinni árið 2012, en í dag er hann markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar og hefur skorað í tíu leikum í röð.

Markmiðið með akademíunni, sem á að bera nafnið 'V9 akademían', er að finna hæfileikaríka leikmenn og reyna að stoppa það að leikmenn fjarlægist frá leiknum.

"Ég veit að það eru leikmenn þarna úti sem eru í svipaðri stöðu og ég var í og þurfa bara að fá tækifæri," sagði Vardy.

"Það eru alltaf fleiri og fleiri leikmenn sem eru að hætta of snemma, en þegar ég var 16 ára lék ég með Sheffield Wednesday og mér fannst ég of lítill.

"Ég man hvernig mér leið og það var erfitt að koma til baka úr þeirri stöðu og jafnvel hugsa um þann stað sem ég er á í dag."

"Ég vil gefa fólki það tækifæri sem mér var gefið vegna þess að það eru leikmenn í utandeildinni á Englandi sem eru með mikla hæfileika."

"Það eru mikið af liðum sem vilja ekki taka áhættuna með þessa leikmenn og vilja frekar kaupa leikmann sem er með meiri reynslu fyrir háa upphæð, en það reynist heldur ekki alltaf vel."

"En ef að lið eru tilbúin að taka áhættuna á leikmönnum í utandeildinni, þá mun það bara styrkja leikinn og gera enska fótboltann sterkari,"
sagði Vardy að lokum.

Vardy, sem leikur nú með Leicester og enska landsliðinu, mun taka við umsóknum fyrir akademíuna sína í maí á næsta ári, en svo verða 60 utandeildarleikmenn valdir til að taka þátt á námskeiðinu.
Athugasemdir
banner
banner