Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 28. nóvember 2015 20:25
Ívan Guðjón Baldursson
Ranieri: Vardy miklu meira en bara markaskorari
Mynd: Getty Images
Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Leicester City, var ánægður með stig gegn Manchester United í toppbaráttu ensku deildarinnar í dag.

Ranieri er duglegur að halda sér og leikmönnum sínum á jörðinni og talar um að markmið liðsins sé að ná 40 stig til að tryggja sæti sitt í deildinni, þrátt fyrir að vera á toppnum ásamt Manchester City eftir 14 umferðir.

„Þetta var frábær leikur, mjög erfiður því United heldur boltanum gríðarlega vel," sagði Ranieri.

„Við áttum góðan leik og þeir skoruðu þegar við gerðum fyrstu mistökin. Van Gaal er að gera frábæra hluti hjá United, hann þurfti að kynnast leikmönnum á síðasta tímabili og núna er liðið strax komið í toppbaráttu.

„Markmiðið okkar er ennþá að ná 40 stigum og tryggja sæti í deildinni. Þegar því markmiði er náð getum við byrjað að tala saman."


Ranieri er himinlifandi fyrir hönd Vardy sem er orðinn heitasti bitinn á Englandi fimm árum eftir að hafa verið að spila í utandeildinni.

„Í dag voru tvö markmið, að vinna leikinn og reyna að hjálpa Vardy að bæta metið. Fyrir fimm árum spilaði hann í utandeildinni, það er erfitt að taka svona mikið gæðastökk á skömmum tíma og þessi stórkostlegi maður er ekki bara okkar helsti markaskorari heldur líka gríðarlega mikilvægur og vinnusamur leikmaður."
Athugasemdir
banner
banner
banner