Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   sun 29. nóvember 2015 06:30
Arnar Geir Halldórsson
McClaren: Erfiðir tímar hjá Newcastle
Í vandræðum
Í vandræðum
Mynd: Getty Images
Steve McClaren, stjóri Newcastle, kallar eftir því að leikmenn liðsins sýni meiri baráttuanda en í undanförnum leikjum.

Staða Newcastle er slæm en liðið er í fallsæti og steinlág fyrir Crystal Palace í gær þar sem lokatölur urðu 5-1 í leik þar sem Newcastle náði forystunni.

„Við erum allir í sárum, enginn þó meira en ég. Þetta eru erfiðir tímar en eina leiðin til að komast í gegnum þetta er að sýna karakter; við verðum að berjast.”

„Þetta snýst ekki um einhverja taktík. Þetta er spurning um hugarfar og baráttuanda. Við þurfum að hlaupa jafnhratt til baka og þegar við forum fram.”

„Við erum í fallbaráttu en það er nógur tími til að bjarga okkur. Ég held líka að við búum yfir nógu miklum gæðum til þess”,
segir McClaren.

Athugasemdir
banner
banner
banner