Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 29. nóvember 2015 11:46
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho: Costa ekki með nógu mikið sjálfstraust
Mynd: Getty Images
Diego Costa er ekki í byrjunarliði Chelsea, sem heimsækir Tottenham innan skamms, og er það enginn annar en Eden Hazard sem tekur sér stöðu uppi á topp.

Jose Mourinho var spurður út í þessa ákvörðun fyrir leikinn og sagði að Costa sé ekki með nógu mikið sjálfstraust og passi ekki í nýtt leikkerfi sem notar engan hreinræktaðan sóknarmann.

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég set Diego ómeiddan á bekkinn," sagði Mourinho fyrir leikinn gegn Spurs.

„Það er venjulegt að setja hann á bekkinn, hann hefur verið að spila hvern einasta leik og hlutirnir hafa ekki verið að ganga vel. Það hefur mikil áhrif á sjálfstraustið hans.

„Hann er góður og hættulegur leikmaður en í dag ætlum við að prófa svolítið nýtt,"
sagði Mourinho að lokum
Athugasemdir
banner
banner
banner