sun 29. nóvember 2015 13:45
Ívan Guðjón Baldursson
„Vel gert Jamie Vardy, þú mikli rasisti."
Mynd: Getty Images
Jonathan Liew, fréttamaður hjá Daily Telegraph, er ekki sáttur með þá gríðarlega jákvæðu umfjöllun sem Jamie Vardy fær hjá fjölmiðlum.

Allir áhugamenn um enska knattspyrnu vita af magnaðri sigurför Vardy í enska boltanum, þar sem hann fór úr því að spila í áttundu efstu deild fyrir fimm árum í það að vera heitasti bitinn í ensku úrvalsdeildinni.

Vardy, sem er sóknarmaður Leicester, bætti markamet Ruud van Nistelrooy og það rigndu yfir hann hamingjuóskir og var hann langvinsælastur á Twitter í Bretlandi.

Liew vandaði þó Vardy ekki kveðjurnar þegar hann bætti markametið og kallaði hann rasista í tísti sínu.

„Vel gert Jamie Vardy, þú mikli rasisti," tísti Liew skömmu eftir að Vardy bætti markametið.

Vardy var ásakaður um að vera með kynþáttafordóma í garð asísks manns á spilavíti í ágúst og er Liew, sem er ættaður frá Asíu, ekki ánægður með að það mál virðist vera gleymt.

Liew skrifaði langa færslu um málið á Facebook og má sjá tístið hans og færsluna hér fyrir neðan.




So I’ve been getting a bit of “heat” overnight – mostly from Leicester fans, but not entirely – for pointing out that...

Posted by Jonathan Liew on Sunday, 29 November 2015

Athugasemdir
banner
banner