Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 29. nóvember 2015 19:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wenger: Vorum ekki jafn beittir og venjulega
Arsene Wenger
Arsene Wenger
Mynd: EPA
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var svekktur eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Norwich í kvöld.

Wenger var ekki sáttur með gæðin í sóknarleiknum, en hann segir Norwich hafa verið góðir varnarlega í kvöld.

"Norwich fékk góð tækifæri í seinni hálfleiknum og við vorum að spila á móti liði sem eru líkamlega klárir," sagði Wenger.

"Þeir vörðust djúpt til þess að reyna að sækja hratt á okkur og við vorum dálítið þreyttir, ekki jafn beittir og venjulega."

"Gæðin í frammistöðunni voru minna en það sem við getum gert venjulega í sókninni."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner