Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 29. nóvember 2015 19:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alex Neil: Jafnvægið orðið gott í liðinu
Alex Neil
Alex Neil
Mynd: Getty Images
Alex Neil, stjóri Norwich, var nokkuð sáttur með frammistöðu sinna manna í 1-1 jafnteflinu gegn Arsenal í dag.

Neil segir að með leiknum í kvöld hafi komið betra jafnvægi á liðið, en það hafi ekki verið nógu gott í undanförnum leikjum.

"Þegar við fengum á okkur fyrsta markið hélt ég að allt myndi fara til fjandans, en við sýndum flottan karakter og komumst aftur inn í leikinn," sagði Neil eftir leikinn.

"Við byrjuðum dálítið seinir í seinni hálfleik og buðum Arsenal að koma á okkur, en þegar leið á hálfleikinn fannst mér við vera betra liðið."

"Að jafnvægið væri rétt var mikilvægt fyrir okkur. Í upphafi tímabilsins spiluðum við vel, en við vorum ekki nógu þéttir. Síðan urðum við þéttari, en vorum ekki nógu góðir sóknarlega. Í dag fannst mér við hafa betri jafnvægi í liðinu."
Athugasemdir
banner
banner