Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 29. nóvember 2015 23:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nuno hættur með Valencia (Staðfest)
Nuno er hættur með Valencia
Nuno er hættur með Valencia
Mynd: Getty Images
Portúgalinn, Nuno Espirito Santo hefur ákveðið að segja af sér sem stjóri Valencia eftir 0-1 tap gegn Sevilla í kvöld.

Hinn 41 árs gamli Nuno hefur ákveðið að stíga til hliðar eftir aðeins eitt tímabil við stjórvölin.

Nuno sagði frá því blaðamannafundi eftir tapið í kvöld, að hann hefði greint Peter Lim, eiganda félagsins, frá ákvörðun sinni fyrir leikinn í kvöld.

Valencia endaði í fjórða sæti í La Liga á síðasta tímabili, en liðið hefur aðeins unnið fimm leiki af 13 á þessu tímabili.

"Ég hef nú þegar talað við eigandann, forsetinn og við erum allir sammála um það að Valencia er verkefni fyrir nútíðina og framtíðina og ég vil ekki að það hætti," sagði Nuno.

Talið er að Phil Neville, sem er aðstoðarþjálfari Valencia, muni taka við starfinu til bráðabirgða, en Peter Lim, eigandi Valencia, á hlut í Salford City, en það félag á Phil Neville ásamt Ryan Giggs, Gary Neville og Paul Scholes.
Athugasemdir
banner
banner
banner