Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 30. nóvember 2015 08:50
Magnús Már Einarsson
Meiðsli hjá Arsenal - Wenger ver ákvörðun sína með Alexis
Alexis Sanchez.
Alexis Sanchez.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur varið þá ákvörðun sína að láta Alexis Sanchez byrja í 1-1 jafnteflinu gegn Norwich í gær. Sanchez fann fyrir meiðslum aftan í læri í 3-0 sigrinum á Dinamo Zagreb í síðustu viku en hann byrjaði líka í gær.

Sanchez fór meiddur af velli í síðari hálfleik í gær en Wenger hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa látið hann spila.

„Ég hefði hvílt hann en hann sagðist vera í góðu lagi til að spila," sagði Wenger eftir leikinn í gær.

„Ég veit ekki hversu lengi Sanchez verður frá en þetta er mikið áfall. Við þurfum að skoða meiðslin á morgun (í dag)."

Laurent Koscielny fór einnig meiddur af velli vegna meiðsla á mjöðm og þá var Santi Cazorla í vandræðum með meiðsli á hné undir lok leiks.
Athugasemdir
banner