Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 01. desember 2015 10:10
Magnús Már Einarsson
Kínverjar kaupa hlut í Manchester City
Mynd: Getty Images
Manchester City hefur tilkynnt að fjárfestar frá Kína ætli að kaupa hlut í félaginu.

Fjárfestingahóparnir sem um ræðir eru CMC Holdings og CITIC Capital.

Hóparnir kaupa 13% hlut í Manchester City fyrir 265 milljónir punda.

Abu Dhabi United fjárfestingahópurinn keypti Manchester City árið 2008 á samtals 210 milljónir punda en verðgildi félagsins hefur margfaldast síðan þá.

Abu Dhabi United fjárfestingahópurinn er í eigu Sheikh Mansour frá Sameinuðu arabísku Furstadæmunum en hann hefur nú selt 13% í félaginu til Kína.
Athugasemdir
banner
banner
banner