Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 08. desember 2015 07:00
Elvar Geir Magnússon
Ancelotti hefur áhuga á að taka við Man Utd
Ancelotti hefur ekki áhuga á að taka við liði á miðju tímabili.
Ancelotti hefur ekki áhuga á að taka við liði á miðju tímabili.
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti viðurkennir að hann væri tilbúinn að taka við stjórnartaumunum hjá Manchester United en segist ekki ætla að taka við liði á miðju tímabili. Ancelotti hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Real Madrid í maí á þessu ári.

Ancelotti hefur áhuga á að snúa aftur í enska boltann en hann var orðaður við stjórastöðuna á Old Trafford 2014 eftir að David Moyes var rekinn.

Louis van Gaal fékk starfið en skiptar skoðanir eru á þeim hollenska, sérstaklega í ljósi þess að skemmtanagildið hjá United er í lágmarki.

„Hver einasti þjálfari hefur áhuga á að starfa fyrir Manchester United," segir Ancelotti.

„Ég sé alls ekki eftir því að hafa verið áfram hjá Real Madrid, ég naut þess mikið að starfa þar. Ég er til í að starfa hjá félagi sem er með gott verkefni í gangi en auðvitað verður það að keppa í fremstu röð."

„Þegar ég fór til PSG fór ég í félag með mjög gott verkefni. Þeir voru ekki félag með hefð eins og AC Milan eða Real Madrid en vildu stækka og eru enn á þeirri vegferð."

„Enska úrvalsdeildin er sú besta þegar kemur að andrúmsloftinu og metnaðinum. Ég væri til í að komast aftur í þetta umhverfi," segir Ancelotti sem vann deild og bikar með Chelsea á sínum tíma.

„Ég ætla að halda áfram að horfa á leiki, veiða og gera þessa hluti. Sjáum svo hvað gerist næsta sumar. Ég mun ekki taka að mér starf á miðju tímabili en er tilbúinn að mæta aftur í bransann næsta sumar."
Hvernig fer Breiðablik - Valur á mánudag?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner