Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 11. desember 2015 11:00
Magnús Már Einarsson
Henrik Larsson: Arnór einn mesti atvinnumaður sem ég þekki
Hrósar Arnóri.
Hrósar Arnóri.
Mynd: Getty Images
Henrik Larsson, þjálfari Helsingborg, hefur hrósað Arnóri Smárasyni í hástert fyrir að sýna mikla fagmennsku innan sem utan vallar hjá liðinu.

Arnór gekk í vikunni til liðs við Hammarby eftir erfitt ár hjá Helsingborg. Launakostnaður hans þótti of hár og félagið vildi selja hann af þeim sökum. Það gekk þó ekki strax en Arnór var lítið inni í myndinni hjá Helsingborg á köflum.

Arnór fór til Torpedo Moskvu á láni fyrr á árinu en spilaði síðan 14 leiki í sænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

„Arnór er mjög góður leikmaður en fyrst og fremst er hann einn mesti atvinnumaður sem ég hef kynnst á ferlinum," sagði Larsson sem er sjálfur einn besti leikmaður Svía frá upphafi.

„Ég tek hatt minn ofan fyrir því hvernig hann meðhöndlaði stöðuna sem hann hefur verið í undanfarið ár því að það eru ekki margir sem hefðu getað það. Núna er hann á leið til Hammarby og ég óska honum alls hins besta þar."

„Ég hef rætt reglulega við Arnór og umboðsmann hans um hvernig landið liggur. Ég og Arnór höfum getað rætt málin og hann hefur skilið mitt sjónarmið."

„Á hverri æfingu var hann 100% og líka í leikjum, hvort sem hann byrjaði eða ekki. Það er að vera fagmannlegur að mínu mati."

Athugasemdir
banner
banner
banner