Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 04. nóvember 2004 18:14
Hafliði Breiðfjörð
Sigursteinn Gíslason þjálfar 2. flokk KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigursteinn Gíslason er tekinn við 2. flokki KR en við hér á Fótbolti.net hittum hann að máli á blaðamannafundi í KR heimilinu í dag. Sigursteinn lék með Víkingum síðasta sumar og var auk þess aðstoðarþjálfari Sigurðar Jónssonar. Hann segist nú hafa leikið sinn síðasta leik en er nú kominn aftur til KR þar sem hann var í nokkur ár.

,,Þetta var mjög góður tími hjá Víkingi," sagði Sigursteinn.

 ,,KR hafði samband við mig líka í fyrra og bað mig að sjá um annan flokkinn hérna í en Siggi Jóns talaði við mig líka og vildi fá mig til að vera aðstoðarþjálfari þar.  Mér fannst rétt að reyna það og sjá hvort þetta væri eitthvað sem hentaði mér að þjálfa og svo þegar mér bauðst þetta hérna að vera einn með annan flokkinn þá stökk ég á það og vona að það gangi vel."

Við spurðum Sigurstein hvort hann geri félagaskipti einnig í KR og sé þannig tilbúinn að hlaupa til ef vandræði verði með leikmannahópinn á næstu.
,,Já ég held ég verði að skipta, mér finnst það eðlilegt framhald.  Svo maður sé ekki þjálfari KR og skráður í Víking.   Mér þætti það hallærislegt.  Maður útilokar samt ekkert ef það gerist eitthvað stórvægilegt hérna þá er  það alveg möguleiki að leika með."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner