Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Niðurtalningin - Tveir vendipunktar síðasta sumar
Niðurtalningin - Eitthvað nýtt og miklu stærra
Aldrei heim - Horfum ekki á E-riðilinn á EM
Niðurtalningin - Hverfisstrákarnir úr Árbænum
Aldrei heim - Kjartan Henry fékk góða gjöf frá Úkraínumanni
Aldrei heim - Formaðurinn í takkaskónum
Niðurtalningin - Sama uppskrift og í fyrra
Aldrei heim - Landsliðið komið til Póllands
Útvarpsþátturinn - Jói Kalli, Bjarki Már og Elvar Geir um landsliðið
Beint frá Búdapest - Hetjan sem mátti ekki tala
Beint frá Búdapest - Áfall að morgni leikdags
Viktor Unnar: Fann strax að þetta er eitthvað sem á við mig
Aron Jó: Cole Campbell tekur sínar eigin ákvarðanir
Hugarburðarbolti Þáttur 8
Beint frá Búdapest - Skiptar skoðanir á ákvörðuninni um Albert
Hákon Rafn - Umspilið og leiðin til Brentford
Enski boltinn - Töfrar í bikarnum
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Hugarburðarbolti Þáttur 7
Gylfi mættur í Val - Lyftir deildinni upp um nokkrar hæðir
   sun 27. desember 2015 11:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Gummi Tóta mætti með gítarinn: Veit að ég hef hæfileikana
Guðmundur í leik með Nordsjælland.
Guðmundur í leik með Nordsjælland.
Mynd: Getty Images
Guðmundur tekur lagið í þættinum.
Guðmundur tekur lagið í þættinum.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Fótboltamaðurinn Guðmundur Þórarinsson var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net rétt fyrir jólin. Guðmundur mætti með gítarinn að ósk þáttastjórnenda og tók skemmtilega útgáfu af „Snjókorn falla" í lok viðtalsins.

Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan en þar var meðal annars rætt við Guðmund um þjálfarabreytingarnar hjá liði hans, danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland. Liðið er í áttunda sæti þegar vetrarfrí er gengið í garð.

Ólafur Kristjánsson var látinn fara til að nýir eigendur gætu ráðið Kasper Hjulmand sem gerði liðið að meisturum 2012.

„Þessar fréttir komu mér mjög á óvart. Stefna liðsins hefur verið að byggja upp á ungum strákum og spila skemmtilegan fótbolta. Við sitjum núna í áttunda sæti og eðlilega vilja allir gera betur en þetta," segir Guðmundur.

„Ég vona að þjálfarinn komi inn með þá stefnu að allir séu jafnir. Ég hef mikla trú á sjálfum mér þrátt fyrir að ég hafi alltaf heyrt fólk tala um að ég myndi ekki ná að „meika" það. Inni í hausnum á sjálfum mér veit ég hvað ég get. Ég hef áður lent í því að fá nýjan þjálfara, nú þarf maður bara að halda áfram að sinna sinni vinnu vel og þá held að þetta verði allt í góðu."

Samkeppni, vilji og metnaður
Guðmundur lék með Sarpsborg í Noregi áður en hann fór til Nordsjælland 2014.

„Ég er oft beðinn um að bera saman norsku og dönsku deildina en helsti munurinn sem ég finn fyrir er að í Danmörku færðu fleiri jafna og erfiðari leiki. Maður bætir sig mest á því að vera í svona erfiðari leikjum."

„Nordsjælland er með ungt lið og það er góð stemning í liðinu, það eru allir á sama reiki og eru að tala um það sama. Það eru kannski ekki dýpstu samræðurnar. Þessi klúbbur er þannig gerður að allir eru æstir í að bæta sig. Þú sérð næsta mann fara í styrktarþjálfun og þá fer maður líka í ræktina. Það er gott að vera í umhverfi þar sem er svona mikil samkeppni, vilji og metnaður."

Kominn á þann aldur að ég á að taka næsta skref
Guðmundur er 23 ára en hann setur að sjálfsögðu stefnuna á að komast í íslenska landsliðshópinn fyrir Evrópumótið í Frakklandi á næsta ári.

„Mér finnst ég vera kominn á þann aldur að ég eigi að taka næsta skref úr því að vera talinn ungur og efnilegur."

„Ég veit 100% að ég hef hæfileikana til að geta það (komist í hópinn fyrir EM). Ég ætla samt fyrst og fremst ekki að tala mikið um það. Ég ætla að halda áfram að sinna minni vinnu og gera það mjög vel. Að sjálfsögðu stefni á að því, annað væri bara óeðlilegt. Það er ofarlega í huga hjá manni að komast þarna inn. Þetta er ótrúlega stórt," segir Guðmundur.

Viðtalið má heyra í heild í spilaranum hér að ofan en þar er meðal annars talað um pulsuvagninn á Selfossi, náttúruperlur Íslands, svekkelsið að vera ekki valinn í landsliðið og fleira.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner