Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 21. desember 2015 09:42
Magnús Már Einarsson
Englendingar hneykslast á að fá færri miða en Íslendingar
Ekki sáttir.
Ekki sáttir.
Mynd: Getty Images
Daily Mail hefur birt frétt þar sem Englendingar hneylskast á því að fá færri miða en Íslendingar á EM í Frakklandi næsta sumar.

Samtals fá íslenskir stuðningsmenn tæplega 8000 fleiri miða á leikina í riðlakeppninni heldur en Englendingar.

Stuðningsmenn liða fá 20% miða á hvern leik og Íslendingar spila á stærri leikvöngum en Englendingar í riðlakeppninni.

„Úthlutun miða fer eftir stærð á hverjum leikvangi og það var ákveðið fyrir dráttinn. Þetta fer ekki eftir fjölda stuðningsmanna," sagði Kevin Miles formaður enska stuðningsmannaklúbbsins.

„Þetta þýðir að minni þjóðir eins og Ísland fá ekki færri útthlutaða miða."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner