Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
   lau 09. janúar 2016 12:53
Ívan Guðjón Baldursson
Guðni Bergs: Stefnir í gjaldþrotameðferð hjá Bolton
Guðni og Ryan Giggs á góðum degi.
Guðni og Ryan Giggs á góðum degi.
Mynd: Getty Images
Guðni Bergsson, fyrrverandi varnarmaður Tottenham og Bolton, var á línunni í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu 977 og ræddi um slæmt ástand innan síns gamla félags sem er á botni ensku Championship deildarinnar með 17 stig úr 25 leikjum.

Guðni segir það leiðinlegt að horfa upp á sitt gamla félag vera á leið niður í ensku C-deildina og mögulega á leið í gjaldþrotameðferð.

„Þetta hefur verið þróunin undanfarin ár eftir að liðið féll úr úrvalsdeildinni. Fjárhagurinn hefur ekki verið góður og það hefur verið illa haldið á málum og jafnt og þétt hefur leikmannahópurinn veikst og skuldirnar aukist," sagði Guðni.

„Þetta lítur ekki vel út, ef fram heldur sem horfir þá fer liðið auðvitað bara niður um deild og jafnvel hætta á að klúbburinn fari í gjaldþrotameðferð.

„Liðið er bara búið að vinna tvo leiki í deildinni, það eru þung óveðurskýin og þungt í aðdáendum liðsins og menn eru að vona að það komi einhver nýr eigandi að þessu með fjármagn og þetta fari að byggjast upp aftur."


Þegar Guðni var að spila sína síðustu leiki fyrir Bolton árið 2002 skuldaði félagið 35 milljónir punda en nú skuldar félagið 170 milljónir. Guðni segir mikið vera að í fjármálum félagsins.

„Þarna eru leikmenn ennþá sem eru kannski að þéna 20 til 30 þúsund pund í vikulaun og að liðið skuli ekki vera betra en þetta, maður skilur það ekki alveg.

„Menn hafa verið að leiða líkum að því að þarna sé einhverskonar bókhaldsleikfimi í gangi á milli félaga og eitthvað sé nú undarlegt við þetta.

„Edwin Davies, eigandinn, hefur verið að lána félaginu mikla fjármuni á vöxtum og maður á mjög bágt með að skilja að það sé í raun og veru hægt að safna upp þessum skuldum. Við vorum ekki að kaupa neina stórkostlega leikmenn og manni finnst þetta mjög skrítið."


Hægt er að hlusta á útvarpsviðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner