Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
   sun 10. janúar 2016 10:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Aron Einar um hármissinn, Cardiff, handbolta og fleira
Víða var komið við í viðtalinu við Aron.
Víða var komið við í viðtalinu við Aron.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er alltaf að læra og mér finnst ég reynslunni ríkari eftir hvern leik. Þó maður sé ekki gamall þá tekur maður eftir því að maður er farinn að lesa leikinn betur," sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

„Maður er farinn að staðsetja sig betur og þarf ekki að hlaupa eins mikið. Mér finnst ég vera að spila aðeins betur en á síðasta tímabili og vonandi skilar það sér inn í landsliðið."

Aron hefur verið að leika mjög vel fyrir Cardiff að undanförnu og verið besti leikmaður liðsins í síðustu leikjum.

„Við erum enn í möguleikanum að ná umspilssæti og við verðum að halda í við liðin þar. Það verður barátta um 5. og 6. sætið finnst mér. Hin liðin eru betri en þau fyrir neðan. Við þurfum að finna meiri stöðugleika. Við spilum oft flottan fótbolta en úrslitin sýna það samt ekki. Um leið og þetta byrjar að smella eigum við góðan möguleika á umspilinu."

Það var ýmislegt rætt við Aron í viðtalinu sem tekið var í gær. Þar á meðal hármissi hans, upptökur á þættinum um hann í Atvinnumennirnir okkar, íslenska matargerð og handbolta. Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Sjá einnig:
Hlustaðu á útvarpsþátt dagsins í heild
Athugasemdir
banner
banner