Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
   þri 12. janúar 2016 23:06
Elvar Geir Magnússon
Ejub Purisevic: Mættum hrikalega góðu liði
Ejub Purisevic, þjálfari Ólafsvíkinga.
Ejub Purisevic, þjálfari Ólafsvíkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Stjarnan vann 3-2 sigur gegn Víkingi Ólafsvík í Fótbolta.net mótinu í kvöld. Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var ansi rólegur.

„Það var ýmislegt jákvætt í þessum fyrsta leik í marga mánuði. Þessi leikur kemur eftir helgi þar sem við vorum að keppa í Íslandsmótinu í Futsal svo það var smá þreyta. Miðað við það þá var þetta bara mjög gott. Við vorum að keppa gegn hrikalega góðu liði með marga mjög góða leikmenn," sagði Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga.

„Eftir fyrri hálfleikinn vildum við laga til í varnarleiknum, vera aðeins þéttari og skynsamari. Við vildum halda boltanum innan liðsins."

Ólafsvíkingar unnu 1. deildina í fyrra og eru að búa sig undir sitt annað tímabil í efstu deild.

„Við eigum eftir að fá fleiri leikmenn. Við erum í leit að mönnum sem geta styrkt okkur. Við erum að reyna að fá vinstri bakvörð í stað Mumma og svo skoðum við hvaða leikmenn geta styrkt okkur. Við erum að fá tvo Spánverja og Króata í febrúar svo við verðum með aðeins stærri leikmannahóp," sagði Ejub en viðtalið má heyra í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner