Niðurtalningin - Tveir vendipunktar síðasta sumar
Niðurtalningin - Eitthvað nýtt og miklu stærra
Aldrei heim - Horfum ekki á E-riðilinn á EM
Niðurtalningin - Hverfisstrákarnir úr Árbænum
Aldrei heim - Kjartan Henry fékk góða gjöf frá Úkraínumanni
Aldrei heim - Formaðurinn í takkaskónum
Niðurtalningin - Sama uppskrift og í fyrra
Aldrei heim - Landsliðið komið til Póllands
Útvarpsþátturinn - Jói Kalli, Bjarki Már og Elvar Geir um landsliðið
Beint frá Búdapest - Hetjan sem mátti ekki tala
Beint frá Búdapest - Áfall að morgni leikdags
Viktor Unnar: Fann strax að þetta er eitthvað sem á við mig
Aron Jó: Cole Campbell tekur sínar eigin ákvarðanir
Hugarburðarbolti Þáttur 8
Beint frá Búdapest - Skiptar skoðanir á ákvörðuninni um Albert
Hákon Rafn - Umspilið og leiðin til Brentford
Enski boltinn - Töfrar í bikarnum
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Hugarburðarbolti Þáttur 7
Gylfi mættur í Val - Lyftir deildinni upp um nokkrar hæðir
banner
   mán 25. janúar 2016 15:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Ævar Ingi: Blái liturinn alltaf verið til staðar í hjartanu
Ævar Ingi Jóhannesson.
Ævar Ingi Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ævar Ingi Jóhannesson er nýliði í íslenska landsliðshópnum sem mætir Bandaríkjunum á sunnudaginn. Ævar Ingi gekk til liðs við Stjörnuna í vetur eftir að hafa slegið í gegn með KA í 1. deildinni í fyrra. Ævar var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu á laugardag þar sem hann ræddi félagaskiptin.

„Hjartað hefur alltaf verið gult og blátt svo blái liturinn er klárlega til staðar," sagði Ævar Ingi í þættinum.

Ævar var mjög eftirsóttur eftir síðasta tímabil en á endanum ákvað hann að ganga til liðs við Stjörnuna.

„Þetta tók mjög langan tíma og aðalástæðan fyrir því var þetta Álasund dæmi sem kom upp í október. Ég var að bíða eftir að sjá hvað þeir myndu gera. Þeir voru að leita að kantmanni með meiri reynslu og voru ekki tilbúnir að veðja á ungan kantmann úr fyrstu deildinni á Íslandi."

„Eftir það fór ég að tala við íslensk lið og Stjarnan heillaði mest. Það er mikill metnaður hjá félaginu og flottir þjálfarar. Það er spennandi að vera í Stjörnunni."

Ævar Ingi hefur verið fastamaður í U21 árs landsliðinu í undankeppni EM en hann fékk eldskírn sína þar á síðasta tímabili.

„Fyrir undankeppnina var æfingaleikur gegn Rúmeníu og ég var ekki í þeim hóp en fékk að vita að ég væri nálægt honum. Það gekk ágætlega í byrjun í 1. deildinni og ég var í 20 manna hóp gegn Makedóníu. Ég setti mér markmið að vera í 18 manna hóp og síðan fékk ég að vita að ég ætti að byrja. Eftir það hef ég fengið að byrja hvern einasta leik nema einn, þegar ég var meiddur. Ég er mjög stoltur að vera hluti af þessum hóp. Við erum að standa okkur vel og vonandi náum við að halda því áfram í seinni hlutanum," sagði Ævar.

Í viðtalinu hér að ofan má sjá Ævar tala meira um KA, Stjörnuna, ferð U21 árs landsliðsins í Katar og lífið í Reykjavík en hann segist sakna þess að geta ekki fengið sér Brynju ís.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner