Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 06. febrúar 2016 09:55
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Rúnar Kristins í útvarpsþættinum í dag
Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er nóg að gerast í fótboltanum og margt að ræða í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 í dag milli 12 og 14 þar sem Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon fara yfir sviðið.

Farið verður yfir fréttir vikunnar, undirbúningstímabilið á Íslandi, Guardiola og enska boltann.

Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, verður á línunni en Akureyrarliðið ætlar að gera aðra atlögu að Pepsi-deildinni í sumar og fengu Almarr Ormarsson heim í vikunni.

Þá verður viðtal við Rúnar Kristinsson, þjálfara Lilleström, sem er í óða önn að undirbúa sitt annað tímabil við stjórnvölinn hjá norska úrvalsdeildarliðinu.

Auk þess munu hlustendur velja vanmetnasta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar í gegnum Snapchat en það verður kynnt nánar í þættinum.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner