Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 06. febrúar 2016 11:27
Ívan Guðjón Baldursson
Ighalo hafnaði risatilboði frá Kína til að spila í úrvalsdeildinni
Ighalo treysti á leiðsögn guðs almáttugar þegar hann ákvað að vera áfram hjá Watford.
Ighalo treysti á leiðsögn guðs almáttugar þegar hann ákvað að vera áfram hjá Watford.
Mynd: Getty Images
Odion Ighalo hefur verið lykilmaður hjá Watford frá komu sinni til félagsins fyrir einu og hálfu ári síðan.

Ighalo segir að honum hafi borist risatilboð frá Kína síðasta sumar en hann hafi hafnað því til að spila með Watford í úrvalsdeildinni.

„Ég er búinn að skora 14 mörk í úrvalsdeildinni, af hverju ætti ég að fara til Kína núna?" sagði Ighalo sem skrifaði undir fimm ára samning við Watford í september, þar sem hann fær 30 þúsund pund á viku.

„Ég var næstum búinn að skrifa undir hjá kínversku félagi, það var samþykkt tilboð í mig sem hljóðaði upp á 10 milljónir punda og mér var boðið meira en 200 þúsund pund í vikulaun. Það var boðið mér fjögurra ára samning og ég gat ekki sofið í þrjár nætur meðan ég hugsaði um tilboðið.

„Einhverjir liðsfélagar sögðu við mig að ég yrði að grípa gæsina meðan hún gæfist, en ég bað til guðs, og guð sagði að þetta væri ekki tilboð sem ég ætti að taka, sama hversu miklir peningar væru í húfi. Ég vissi að guð myndi leiðbeina mér.

„Þegar ég sagðist ekki vilja fara þá buðu þeir mér hærri laun, næstum því 300 þúsund pund á viku, en ég sagði þeim að þetta snerist ekki um peninga."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner