Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
   mán 08. febrúar 2016 16:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Rúnar Kristins: Ég get ekki keypt leikmann
Rúnar Kristinsson, þjálfari Lilleström.
Rúnar Kristinsson, þjálfari Lilleström.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Rúnar Kristinsson er að undirbúa sína menn í Lilleström fyrir komandi keppnistímabil í norsku úrvalsdeildinni. Rúnar stýrði liðinu í áttunda sæti í fyrra þar sem það endaði með 44 stig.

Mikil ánægja er í Lilleström með þann árangur enda Rúnar í erfiðu starfsumhverfi þar sem fjárhagsstaða félagsins er ekki góð, liðið missti til að mynda sex byrjunarliðsmenn fyrir tímabilið.

„Ég hef þurft að lifa með þessu. Það þýðir ekki að setja sig á háan hest og ætlast til að fá þetta marga leikmenn. Fyrir þetta tímabil var ég með í allri þeirri vinnu þegar fjárhagsáætlun fyrir árið var gerð og ég veit að ég get sótt tvo leikmenn. Ég get ekki keypt neinn, ég verð að finna leikmann sem kostar ekkert annað en launakostnað," sagði Rúnar í áhugaverðu viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu á laugardag.

Höfum fullan hug á að gera betur en í fyrra
Rúnar, og Sigurður Ragnar Eyjólfsson aðstoðarmaður hans, köstuðu ungum leikmönnum í djúpu laugina í fyrra.

„Við vorum mjög heppnir að því leyti til að hér voru ungir strákar sem við gáfum tækifæri í fyrra og fengu mikla og góða eldskírn. Nú erum við með þrjá leikmenn sem eru 19-20 ára og spiluðu mikið í fyrra. Þeir eru orðnir mjög eftirsóttir og við getum hugsanlega selt þá. Staðan hjá klúbbnum er þannig að við þurfum hugsanlega að selja einn leikmann fyrir tímabilið eða um mitt sumar til að borga niður skuldir gamalla ára, eitthvað sem fylgir okkur aðeins."

Þrátt fyrir erfiða fjárhagsstöðu vill Rúnar fara hærra með Lilleström.

„Það eru fleiri lið en við í þessu basli. Við höfum fullan hug á að reyna að gera betur en í fyrra. Ef við höldum öllum heilum getum við gert jafnvel eða betur en í fyrra. Ég hef tekið stefnuna á að gera betur með liðið mitt en hópurinn er lítill og þunnur. Ef ég missi tvo lykilmenn út erum við í veseni."

Lærdómsríkt umhverfi
Rúnar var gríðarlega sigursæll sem þjálfari KR áður en hann fór til Noregs. Hann er í talsvert öðruvísi stöðu hjá Lilleström.

„Það er alveg jafn krefjandi að vinna fyrir KR því þar er krafa á titil á hverju ári. Þó þú hafir nóg af peningum þarftu að velja rétt. Þú þarft að búa til rétt lið og það er ekkert sjálfsagt að vinna titla með KR því þar eru fleiri félög sem hafa verið dugleg síðustu ár að nota fjármagn til að kaupa sér leikmenn," sagði Rúnar.

„Það er mjög lærdómsríkt fyrir mig að vinna í þessu umhverfi. Ég get ekki með mitt lið stefnt á að vinna deildina, það yrði til fullmikils ætlast. En við erum að reyna að bæta liðið okkar, gera betur en í fyrra og bæta fjárhaginn á sama tíma. Til að bæta fjárhaginn verðum við að vera með gott lið, búa til skemmtun á vellinum og fá fólk á völlinn. Ef enginn mætir lagast ekki fjárhagur. Á sama tíma þurfum við að finna unga og efnilega leikmenn sem við getum byggt upp og skapað verðgildi sem mun nýtast klúbbnum síðar."

Árni hefur alla burði til að standa sig vel
Einn Íslendingur er í Lilleström, sóknarmaðurinn Árni Vilhjálmsson. Árni var að glíma við meiðsli á síðasta tímabili en stóð sig mjög vel á lokasprettinum.

„Árni hefur alla burði til að standa sig vel í þessari deild. Við sáum síðasta haust þegar hann var kominn í mjög gott líkamlegt stand þá lék hann mjög vel fyrir okkur. Hann lék aðeins á kantinum hjá okkur því okkur vantaði alltaf kantmann en hann fékk líka leiki sem senter. Ef þú ert ekki í 100% formi þá geturðu átt undir högg að sækja í deildinni, Árni hefur verið óheppinn með meiðsli en er allur að koma til og fær meiri tíma í sumar en hann fékk í fyrra."

Rúnar hefur verið að horfa aðeins til Íslands og skoða möguleika á að fá leikmenn. Í vetur var Björgvin Stefánsson, markahrókur Hauka, til reynslu hjá Lilleström. Ekki varð neitt úr því að samið var við Björgvin.

„Björgvin þarf meiri tíma. Hann þyrfti eitt tímabil hjá okkur sem varaskeifa þar sem hann myndi læra. Ég hreifst af honum og hann er hörkuleikmaður en þetta var ekki rétti tímapunkturinn. Við þurfum leikmenn sem eru tilbúnir," sagði Rúnar en viðtalið má heyra í heild í spilaranum hér að ofan.

Sjá einnig:
Smelltu hér til að hlusta á útvarpsþáttinn í beinni
Athugasemdir
banner
banner