lau 06. febrúar 2016 18:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Fiorentina tapaði mikilvægum stigum gegn Bologna
Úr leiknum í dag
Úr leiknum í dag
Mynd: Getty Images
Bologna 1 - 1 Fiorentina
0-1 Federico Bernardeschi ('59 )
1-1 Emanuele Giaccherini ('63 )
Rautt spjald:Matias Fernandez, Fiorentina ('57)

Bologna fékk Fiorentina í heimsókn í fyrsta leik dagsins í Serie A, en leiknum er nýlokið.

Fyrri hálfleikurinn var markalaus, en á 57. mínútu dró til tíðinda þegar að Matias Fernandez, leikmaður Fiorentina, fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Fiorentina náði þó forystunni aðeins tveimur mínútum eftir rauða spjaldið þegar að Federico Bernardeschi skoraði, en fjórum mínútum eftir það mark skoraði Emanuele Giaccherini og jafnaði metin.

Þar við sat, en þrátt fyrir það að missa mann af velli var Fiorentina sterkari aðilinn í leiknum og því mikilvæg töpuð stig fyrir liðið sem er í toppbaráttu.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner