Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 07. febrúar 2016 21:22
Alexander Freyr Tamimi
Spánn: Modric bjargaði Madridingum
Modric var hetja Real Madrid í kvöld.
Modric var hetja Real Madrid í kvöld.
Mynd: Getty Images
Granada CF 1 - 2 Real Madrid
0-1 Karim Benzema ('30 )
1-1 Youssef El-Arabi ('60 )
1-2 Luka Modric ('85 )

Lærisveinar Zinedine Zidane í Real Madrid sluppu með skrekkinn þegar þeir rétt náðu að merja 2-1 útisigur gegn Granada í spænsku La Liga í kvöld.

Granada er í næst neðsta sæti spænsku deildarinnar og þegar Real Madrid braut ísinn með marki frá Karim Benzema eftir hálftíma leik var von á þægilegum sigri.

Heimamenn jöfnuðu hins vegar metin á 60. mínútu með marki frá Youssef El-Arabi og þrátt fyrir þungan sóknarleik Real Madrid stefndi allt í jafntefli.

Luka Modric kom hins vegar sínum mönnum til bjargar og tryggði Real Madrid stigin þrjú með marki á 85. mínútu og var 2-1 sigur liðsins staðreynd.

Real Madrid er í 3. sæti deildarinnar með 50 stig, fjórum stigum frá Barcelona sem á leik til góða. Ljóst er að tvö töpuð stig hefðu komið Zidane og félögum í ansi vonda stöðu í titilbaráttunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner