Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 07. febrúar 2016 21:45
Alexander Freyr Tamimi
Ítalía: Mikilvægur sigur Roma gegn Sampdoria
Roma vann kærkominn sigur.
Roma vann kærkominn sigur.
Mynd: Getty Images
Roma 2 - 1 Sampdoria
1-0 Alessandro Florenzi ('46 )
2-0 Diego Perotti ('50 )
2-1 Miralem Pjanic ('57 , sjálfsmark)

Roma er einungis tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti eftir 2-1 sigur gegn Sampdoria í ítölsku Seríu A nú fyrir skömmu.

Eftir markalausan fyrri hálfleik hófst sá síðari með látum þegar Alessandro Florenzi kom Rómverjum yfir strax á upphafsmínútunni.

Ekki voru liðnar fimm mínútur þegar Diego Perotti var búinn að tvöfalda forystu heimamanna. Skömmu síðar setti Miralem Pjanic boltann í eigið net og staðan 2-1.

Ekki voru fleiri mörk skoruð og Roma tók stigin þrjú. Liðið er í 5. sæti Seríu A með 44 stig, stigi á eftir Inter og tveimur á eftir Fiorentina í 3. sætinu sem gefur þátttökurétt í Meistaradeildinni.

Sampdoria er sæti fyrir ofan fallsvæðið með 24 stig, fimm stigum frá fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner