Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 08. febrúar 2016 15:30
Magnús Már Einarsson
Úrvalslið helgarinnar í enska - Fjórir frá Leicester
Mahrez er í liðinu.  En ekki hvað?
Mahrez er í liðinu. En ekki hvað?
Mynd: Getty Images
Jesse Lingard er í liðinu.
Jesse Lingard er í liðinu.
Mynd: Getty Images
Leicester sigraði Manchester City 3-1 í toppslagnum í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Fjórir leikmenn Leicester fá sæti í úrvalsliði helgarinnar hjá Garth Crooks á BBC. Kíkjum á liðið.



Robert Huth og Wes Morgan eru í hjarta varnarinnar en þeir hafa verið ótrúlega öflugir fyrir Leicester á tímabilinu. Danny Drinkwater var drjúgur á miðjunni gegn Manchester City og Riyad Mahrez skoraði laglegt mark.

David De Gea átti stórleik í marki Manchester United gegn Chelsea en Jesse Lingard skoraði frábært mark fyrir United í þeim leik. Cameron Borthwick-Jackson var einnig öflugur í vinstri bakverðinum en United á þrjá leikmenn í úrvalsliðinu hjá Garth.

Bakvörðurinn Kieran Trippier skoraði sigurmark Tottenham gegn Watford og Roberto Firmino skoraði fyrir Liverpool gegn Sunderland.

Jonjo Shelvey hjálpaði Newcastle að vinna mikilvægan sigur í botnbaráttunni gegn WBA og Aaron Ramsey var góður á miðjunni hjá Arsenal í sigri á Bournemouth.

Fyrri úrvalslið helgarinnar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner