Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 08. febrúar 2016 20:51
Ívan Guðjón Baldursson
Reykjavíkurmótið: Leiknir fór illa með Val
Leiknismenn eru Reykjavíkurmeistarar 2016! Hér hampar Ólafur Hrannar Kristjánsson bikurunum í leikslok.
Leiknismenn eru Reykjavíkurmeistarar 2016! Hér hampar Ólafur Hrannar Kristjánsson bikurunum í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reykjavíkurmeistarar Leiknis 2016.
Reykjavíkurmeistarar Leiknis 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir R. 4 - 1 Valur
0-1 Kristinn Freyr Sigurðsson ('15, víti)
1-1 Elvar Páll Sigurðsson ('23)
2-1 Ingvar Ásbjörn Ingvarsson ('27)
3-1 Ingvar Ásbjörn Ingvarsson ('51)
4-1 Sindri Björnsson ('74, víti)

Leiknir mætti Val í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins annað árið í röð. Í fyrra hafði Valur betur en í kvöld höfðu Leiknismenn betur og unnu öruggan 4-1 sigur.

Leikurinn var jafn til að byrja með og komust Valsarar yfir með marki úr vítaspyrnu frá Kristni Frey Sigurðssyni. Eiríkur Ingi Magnússon braut þá á Daða Bergssyni sem var kominn einn í gegn, en Eiríkur fékk ekki spjald.

Leiknismenn tóku stjórn á leiknum og jafnaði Elvar Páll Sigurðsson leikinn skömmu áður en Ingvar Ásbjörn Ingvarsson kom Leikni yfir.

Valsarar komust tvívegis nálægt því að jafna fyrir leikhlé en Leiknismenn komust í 3-1 snemma í síðari hálfleik þegar Ingvar Ásbjörn gerði sitt annað mark. Ingvar fékk boltann fyrir utan vítateig og sneri honum glæsilega í markvinkilinn.

Sindri Björnsson innsiglaði svo sigur Leiknis með marki úr vítaspyrnu á 74. mínútu og komust bæði lið nálægt því að bæta marki við en inn vildi boltinn ekki og er Leiknir Reykjavíkurmeistari árið 2016.

Skoðaðu textalýsingu frá leiknum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner