Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 08. febrúar 2016 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Neil Redfearn rekinn frá Rotherham (Staðfest)
Neil Redfearn, sem stýrði Leeds á síðasta tímabili, lék hátt upp í 1000 deildarleiki á ferli sínum sem leikmaður í enska boltanum.
Neil Redfearn, sem stýrði Leeds á síðasta tímabili, lék hátt upp í 1000 deildarleiki á ferli sínum sem leikmaður í enska boltanum.
Mynd: Getty Images
Neil Redfearn er annar stjóri dagsins sem er rekinn frá félagi í ensku Championship deildinni eftir brottrekstur Paul Clement frá Derby fyrr í kvöld.

Redfearn, sem er 50 ára og stýrði Leeds United á síðasta tímabili, var ráðinn til Rotherham 9. október og hefur verið rekinn eftir aðeins fjóra mánuði í starfi.

Undir stjórn Redfearn hefur Rotherham tapað 14 af 21 leik og er liðið aðeins búið að vinna einn leik af síðustu átta í öllum keppnum.

„Því miður er knattspyrna íþrótt þar sem úrslitin skipta öllu máli. Það eru aðeins 16 leikir eftir af tímabilinu og við verðum að breyta eitthvað til ef við viljum tryggja sæti okkar í Championship deildinni," sagði Tony Stewart, forseti Rotherham.

Rotherham er tveimur stigum frá öruggu sæti í deildinni og framundan eru erfiðir leikir gegn Birmingham, Burnley og Reading.

Talið er líklegt að Chris Wilder, stjóri Northampton, verði fenginn til þess að reyna að stýra félaginu frá falli.
Athugasemdir
banner
banner