Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 09. febrúar 2016 19:30
Alexander Freyr Tamimi
Juventus án Chiellini í mikilvægum leikjum
Chiellini missir af toppslagnum gegn Napoli.
Chiellini missir af toppslagnum gegn Napoli.
Mynd: Getty Images
Ítölsku meistararnir í Juventus verða án varnarmannsins Giorgio Chiellini í tveimur mikilvægustu leikjum tímabilsins til þessa.

Ítalski landsliðsmaðurinn, sem hefur verið lykilmaður í velgengni Juventus undanfarin ár, meiddist á 13. mínútu 2-0 sigurs Juventus gegn Frosinone á sunnudag og verður ekki klár í slaginn fyrir toppslaginn gegn Napoli um helgina.

Þá mun hann jafnframt líklega missa af fyrri leiknum gegn Bayern Munchen í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þó enn sé of snemmt að fullyrða um slíkt.

Juventus staðfesti á vefsíðu sinni í dag að Chiellini hefði ekki getað æft og að hann yrði líklega fjarri góðu gamni í allt að 20 daga.
Athugasemdir
banner
banner
banner