Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 12. febrúar 2016 11:34
Elvar Geir Magnússon
Mourinho með aðstoðarmanni sínum í London
Rui Faria hefur verið með Mourinho hjá Porto, Chelsea, Real Madrid og Inter. Hundtryggur.
Rui Faria hefur verið með Mourinho hjá Porto, Chelsea, Real Madrid og Inter. Hundtryggur.
Mynd: Mirror
Ýmsar vísbendingar virðast vera um að Jose Mourinho færist nær Manchester United. Háværar sögusagnir eru um að Mourinho muni gera þriggja ára samning við United og munnlegt samkomulag sé í höfn.

Enska slúðurpressan myndaði Mourinho nálægt heimili hans í London í morgun með Rui Faria, aðstoðarmanni sínum til margra ára. Ef Mourinho tekur við United er afar líklegt að hann taki Faria með sér.

Getgátur eru um að Mourinho sé þegar kominn í fullan undirbúning fyrir starfið hjá United.

Eins og við greindum frá í gær segir sagan að Andrea Berta, yfirmaður knattspyrnumála hjá Atletico Madrid, verði með Mourinho á Old Trafford.

Óánægja er með árangur og spilamennsku Manchester United á yfirstandandi tímabili og allt sem bendir til þess að Hollendingurinn Lous van Gaal sé á útleið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner