Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 12. febrúar 2016 11:49
Magnús Már Einarsson
Eiður Smári: Maður þarf að svara þegar Ole Gunnar hringir
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er frábær tilfining. Ég hef ekki spilað síðan í nóvember þegar tímbilið kláraðist í Kína. Ég hlakka til að fara á fótboltavöllinn og ég er ánægður með að þetta er allt klárt," sagði Eiður Smári Guðjohnsen við heimasíðu Molde eftir að hann samdi við félagið í dag.

Ole Gunnar Solskjær, fyrrum framherji Manchester United, þjálfar Molde og Eiður segist hafa rætt vel við hann.

„Þeir sýndu mikinn áhuga. Ég þekki þjálfarann frá tíma mínum á Englandi og þegar maður eins og Ole Gunnar Solskjær hringir og vill spjalla þá verður þú að minnsta kosti að svara," sagði Eiður brosandi.

„Við ræddum vel saman um möguleikana. Hann talaði um það hvernig hann myndi vilja sá þetta fyrir sér og ég sagði honum hvernig ég myndi vilja sjá þetta. VIð komumst auðveldlega að niðurstöðu."

Eiður getur spilað bæði á miðjunni og frammi en hann segist ekki hafa neinar sérstakar óskir hjá Molde. „Mér er sama, bara þar sem þjálfarinn vill að ég spili. Svo lengi sem ég er inni á vellinum þá er ég sáttur," sagði Eiður sem er spenntur fyrir komandi tímabili.

„Ég vil spila eins vel og ég get og hjálpa liðinu eins mikið og ég get. Vonandi getum við barist um titilinn."

Hér að neðan má horfa á viðtalið við Eið Smára í heild sinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner