Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 14. febrúar 2016 06:00
Arnar Geir Halldórsson
Neville: Mikill léttir að vinna loksins
Gary Neville
Gary Neville
Mynd: Getty Images
Það var þungu fargi létt af Gary Neville, stjóra Valencia þegar liðinu tókst loksins að vinna leik í spænsku úrvalsdeildinni.

Valencia hafði ekki unnið deildarleik síðan þann 7.nóvember síðastliðinn þegar kom að leiknum gegn Espanyol í gærkvöldi.

Mörk frá Alvaro Negredo og Denis Cheryshev tryggðu Valencia 2-1 sigur og fyrsta spurning blaðamanna til Neville var hvernig honum liði.

„Léttir er líklega gott orð yfir það. Mér var létt í leikslok. Þú sást viðbrögð allra stuðningsmanna og leikmanna. Það voru allir fegnir því að hafa loksins náð að vinna,"

„Níu leikir án sigurs undir minni stjórn og fjórir í viðbót áður en ég tók við. Það er of mikið hjá þessu félagi,"
sagði Neville sem gerir sér grein fyrir því að það er enn mikil vinna fyrir höndum.

„Það er engin ástæða til að missa sig í fagnaðarlátum í kvöld. Við megum ekki gleyma okkur. Það er mikilvægt að nýta sjálfstraustið til að taka framförum."

Athugasemdir
banner
banner
banner