sun 14. febrúar 2016 17:23
Arnar Geir Halldórsson
Andrea Rán: Heiður að spila með íslenska landsliðinu
Komin á blað með landsliðinu
Komin á blað með landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrea Rán Hauksdóttir lék sinn fyrsta A-landsleik í dag þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli við Pólland en leikið var ytra.

Andrea gerði sér lítið fyrir og skoraði í sínum fyrsta landsleik og segir hún tilfinninguna hafa verið góða.

„Það var ótrúlega gaman. Maður fær alltaf mikla gleðitilfinningu þegar maður skorar mark og hvað þá fyrir Íslands hönd,” sagði Andrea áður en hún var beðin um að lýsa markinu.

„Berglind var komin ein í gegn og þá er brotið á henni rétt fyrir utan teig vinstramegin. Ég tók aukaspyrnuna og skaut í fjærhornið niðri. Boltinn fór í gegnum pakkann og endaði í markinu. segir Andrea.

Hún kveðst ánægð með spilamennsku liðsins heilt yfir en segir stelpurnar vera svekktar með að hafa ekki náð að vinna leikinn.

„Það var gott að fá þennan leik og við náðum oft að gera það sem var lagt upp með. Það komu kaflar þar sem við áttum í erfiðleikum en heilt yfir vorum við betra liðið. Hefðum samt allar viljað klára leikinn með sigri.” segir Andrea.

Ekki var um alþjóðlegan leikdag að ræða og því notaðist Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari aðeins við leikmenn sem spila hér á landi.

Andrea var ein af sex nýliðum í hópnum en hún er fædd árið 1996 og vonast eftir fleiri tækifærum í framtíðinni.

„Það er heiður að fá að spila með íslenska landsliðinu og stefnan er að fá stærra hlutverk í framtíðinni. Ég er samt ánægð með að hafa fengið tækifæri til að sýna hvað ég get og vonandi fæ ég fleiri tækifæri,” sagði Andrea í samtali við Fótbolta.net.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner