Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 14. febrúar 2016 19:59
Óðinn Svan Óðinsson
Lengjubikarinn: Skagamenn fóru létt með Grindvíkinga
Garðar Gunnlaugsson skoraði þrennu
Garðar Gunnlaugsson skoraði þrennu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamenn virðast ætla koma vel undan vetri en þeir hófu leik í Lengjubikar karla í kvöld á heimavelli sínum á Akranesi.

Þar tóku þeir á móti Grindvíkingum og var sigur heimamanna aldrei í hættu.

Ásgeir Marteinsson kom heimamönnum yfir strax á 14. mínútu og þannig var staðan þegar leikmenn gengu til hálfleiks.

Seinni hálfleikur var svo eign landsliðsmannsins Garðars Gunnlaugssonar en hann skoraði þrjú mörk áður en Stefán Teitur Þórðarsson bætti við 5. markinu.

Lokatölur 5-0 fyrir ÍA

Lengjubikar karla A-deild Riðill 2

ÍA 5-0 Grindavík
1-0 Ásgeir Marteinsson (’14)
2-0 Garðar Bergmann Gunnlaugsson (’49)
3-0 Garðar Bergmann Gunnlaugsson (’59)
4-0 Garðar Bergmann Gunnlaugsson (’88)
5-0 Stefán Teitur Þórðarsson (’90)
Athugasemdir
banner
banner
banner