Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 29. febrúar 2016 11:22
Magnús Már Einarsson
Haukur opnaði markareikninginn: Skoraði með maganum
Mynd: Netið
Haukur Heiðar Hauksson skoraði fyrir AIK í 6-0 sigri á Jonköping í sænska bikarnum í gær.

Þetta var fyrsta mark Hauks með AIK síðan hann kom til félagsins frá KR haustið 2014.

„Þetta var fallegt mark af 30 metra færi," grínaðist Haukur í viðtali við heimasíðu AIk eftir leik.

„Nei, ég þvingaði boltanum inn. Ég held að ég hafi skorað með maganum. Það var gott að ná fyrsta markinu."

Haukur Heiðar er fastamaður í hægri bakverðinum hjá AIK en hann fær að taka mikinn þátt í sóknarleiknum á meðan Nils-Eric Johansson, vinstri bakvörður, er meira til baka.

„Mér líður mjög vel og er ánægður með það. Ég er vanur því að taka mikinn þátt í sóknarleiknum," sagði Haukur.
Athugasemdir
banner
banner
banner