Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mið 24. nóvember 2004 12:57
Hafliði Breiðfjörð
Veigar útilokar ekki að spila á Íslandi næsta sumar
Veigar Páll með Reykjavíkurbikarinn með KR
Veigar Páll með Reykjavíkurbikarinn með KR
Mynd: Elvar Geir Magnússon
Veigar Páll Gunnarsson útilokar ekki að spila í íslensku deildinni næsta sumar en þetta sagði hann í útvarpsviðtali á Skonrokk í dag. Veigar sem hefur verið hjá Stabæk í Noregi þessa leiktíð er óánægður hjá félaginu og vill komast frá Noregi. Hann telur að norska félagið muni leyfa sér að fara óski hann þess en Veigar er að leita fyrir sér að félagi erlendis. Gangi það ekki upp þá er hann tilbúinn að spila hér á Íslandi næsta sumar.

Veigar var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði KR sumarið 2003 og æfði með liðinu í gær. Hann segir að ekkert félag hafi enn rætt við hann af neinni alvöru þó einhver félög hafi verið með þreyfingar.

Hann á að fara utan til æfinga með Stabæk eftir áramót en vonast til að búið verði að ganga frá sínum málum fyrir það.
Athugasemdir
banner
banner
banner