Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 13. apríl 2016 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Redknapp: Þeir setja á sig heyrnartól og hætta að tala saman
Redknapp vill meina að tæknin sé að trufla leikmenn of mikið
Redknapp vill meina að tæknin sé að trufla leikmenn of mikið
Mynd: Getty Images
Harry Redknapp, fyrrum stjóri Portsmouth, Tottenham og fleiri liða, segir að tæknin sé farin að trufla knattspyrnumenn of mikið.

Redknapp tekur þar með undir ummæli frá Ronald Koeman, stjóra Southampton, um að lífstílsbreytingar þýði að leikmenn tali minna saman.

Koeman greindi frá því að hann héldi samskiptatíma, þar sem aðaláherslan er lögð á það hvernig samskiptamiðlar, farsímar og heyrnartól setji leikmenn í sinn eigin heim.

„Það eru ekki eins samskipti og voru áður,“ sagði hinn 69 ára gamli Redknapp.

„Þú heyrir ekki í leikmönnum fara um og tala við hvorn annan. Það gerist ekki. Þeir sitja bara með heyrnartólin á.“

„Menn eins og John Terry og Tony Adams, sem munu stjórna fólki, tala og skipuleggja, það er ekki mikið til af þeim núna.“

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner