Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
banner
   mið 20. apríl 2016 14:45
Magnús Már Einarsson
Viðtal
Óli Jó: Eigum ekki séns í FH, KR og Stjörnuna
Ólafur Jóhannesson.
Ólafur Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Ólafur fagnar bikarmeistaratitli Vals í fyrra.
Ólafur fagnar bikarmeistaratitli Vals í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Spáin kemur ekki á óvart. Ég held að þetta sé mjög eðlilegt," segir Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, um spá Fótbolta.net en þar er liðinu spáð 5. sæti í sumar.

„Við þurfum að setja okkur markmið miðað við hvað er að ske í þessari deild. Það eru önnur lið sem eru öflugri heldur en við og leggja meira til málana. Það er erfitt fyrir okkur að keppa við það. Þau eru að eyða meiri pening en við. Þau hafa úr meiru að spila en við. Ef þú lítur á leikmannahópana þá eru þeir stærri en okkar hópar og þar af leiðandi eru þau að leggja meira í þetta."

Ólafur segist ekki sjá fram á að Valur geti barist um efstu sætin í deildinni í sumar.

„Ég held að FH, KR og Stjarnan verði þrjú bestu liðin í deildinni. Við eigum ekki séns í þessi þrjú lið. Við erum ekki með nógu stóran og breiðan og leikmannahóp til að standa í þeim."

„Tveir leikmenn inn myndu hjálpa okkur mikið en maður veit ekkert hvort við værum að berjast um titilinn ef það kæmu tveir leikmenn inn. Ef þú kæmir og einhver annar þá gætum við það ekki en ef við fengum alvöru leikmenn þá gætum við það kannski. Við erum 2-4 gæða leikmönnum frá þessu. Það er stefnan að búa til alvöru lið á Hlíðarenda og við erum að vinna hægt og rólega í því."


Kemur enginn í stað Patrick
Valur endaði í 5. sæti í fyrra og Ólafur vonast til að liðið geti farið sæti ofar í ár.

„Við erum búnir að vera með liðið í heilt ár og höfum sett svip okkar betur á það. Við vonumst til þess að við gerum ennþá betur í sumar. Ég held að við verðum í kringum 4-5. sæti, ég held að það sé raunhæft."

Patrick Pedersen varð markakóngur í Pepsi-deildinni í fyrra en norska félagið Viking keypti hann í vetur. Í byrjun febrúar samdi Valur við danska leikmanninn Nikolaj Hansen og á heimasíðu félagins var sagt við það tækifæri: „Eftirmaður Pedersen fundinn - Knattspyrnudeild Vals semur við Nikolaj Hansen." Framherjinn Rolf Toft bættist einnig í hópinn á dögunum og Ólafur segist aldrei hafa sagt að Nikolaj ætti einn að fylla skarð Patrick.

„Það kemur ekki frá þjálfurum liðsins. Það getur vel verið að það séu einhverjir fuglar í Val að skrifa inn á einhverjar síður en það kemur enginn í staðinn fyrir einn né neinn. Það koma nýir menn og við fengum þessa tvo Dani til okkar. Þeir eru báðir frábærir leikmenn."

Víkingur R. bauð í Sigurð Egil
Varnarmaðurinn öflugi Thomas Christensen fór einnig frá Val síðastliðið haust en Rasmus Christiansen á að leysa hann af hólmi. Það eru því danskir dagar á Hlíðarenda og Óli er klár í að grípa í dönskuna.

„Ég er mjög sleipur í dönskunni þó að ég noti hana lítið. Þegar ég er einn þá tala ég hana svolítið, en innan um fólk geri ég það ekki," sagði Ólafur léttur.

Sigurður Egill Lárusson var orðaður við sitt gamla félag Víking í vetur og Ólafur segir að tilboð hafi komið í hann.

„Ég held að það hafi komið tilboð í hann um daginn. Ég þekki það ekki hvort því var svarað. Þetta var eftir að þjálfarinn þeirra óskaði fallega eftir því í blöðunum að hann kæmi í Víking. Hann er hjá okkur og verður hjá okkur. Hann er ekki að fara neitt."

„Einn besti fótboltavöllur sem ég hef komið inn á"
Valsmenn lögðu gervigras á heimavöll sinn í lok síðasta sumars og spila því á nýju undirlagi á þessu tímabili. „Þetta er einn besti fótboltavöllur sem ég hef komið inn á. Þetta er hrikalega flottur völlur," segir Ólafur um grasið.

KR-ingar nýttu sér meðal annars æfingaaðstöðuna á Hlíðarenda á dögunum „Ekki myndi ég nenna að æfa hjá öðru liði en þeim fannst þetta fínt og voru ánægðir með grasið," sagði Ólafur.

Hér að ofan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner