Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 21. apríl 2016 23:40
Þórður Már Sigfússon
Rapid undirbýr mettilboð í Arnór Ingva – Ajax hefur áhuga
Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Forráðamenn austurríska úrvalsdeildarliðsins Rapid Vín hafa einsett sér að kaupa landsliðsmanninn Arnór Ingva Traustason í sumar og er stefnan sett á að klára félagaskiptin áður en EM í Frakklandi hefst.

Fjölmiðlar í Austurríki greindu frá þessu í dag þar sem auk þess er fullyrt að samningaviðræður milli Rapid Vín og IFK Norrköping séu komnar í gang.

Rapid Vín hefur fylgst gaumgæfilega með Arnóri undanfarin misseri en tilboði frá félaginu í leikmanninn var hafnað af IFK Norrköping í janúar síðastliðinn.

Í kjölfarið hefur Arnór spilað frábærlega í tveimur landsleikjum með íslenska landsliðinu auk þess sem hann hefur spilað vel í upphafsleikjum sænsku úrvalsdeildarinnar.

Samkvæmt heimildum austurríska fréttamiðilsins Laola1 vilja forráðamenn IFK Norrköping fá tvær milljónir evra fyrir leikmanninn sem yrði stór biti fyrir Rapid Vín að kyngja en fyrir þá upphæð yrði Arnór dýrasti leikmaður sögunnar hjá félaginu.

Hins vegar er ekki útilokað að forráðamenn Rapid Vín reiði fram svo háa fjárhæð en til þess gæti félagið þurft að selja austurríska landsliðsmanninn Florian Kainz. Þá er tekið fram að félagið eigi von á tekjum fyrir þátttöku í Evrópudeildinni og tekjum af nýjum og stærri leikvangi sem verður tekinn í notkun í sumar. Því ætti félagið nokkuð auðveldlega að ráða við verðmiðann á Arnóri.

Ajax og AZ Alkmaar áhugasöm

Arnór Ingvi er einn eftirsóttasti leikmaður í Skandinavíu um þessar mundir en hollenska stórliðið Ajax og fyrrum Íslendingaliðið AZ Alkmaar eru bæði sögð vera kominn með hann undir smásjánna.

Auk þess hafa Celtic, Swansea, Aston Villa, Reading, Birmingham og Wolves öll fylgst með gangi mála hjá Arnóri að undanförnu.
Athugasemdir
banner
banner