Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. apríl 2016 10:35
Elvar Geir Magnússon
Arnór þurfti að bíða vegna bjórdósa og slagsmála
Arnór fagnar marki sínu í gær.
Arnór fagnar marki sínu í gær.
Mynd: Getty Images
Arnór Ingvi Traustason skoraði úr vítaspyrnu í uppbótartíma í gær þegar Norrköping vann Hammarby 3-1 í sænsku úrvalsdeildinni. Hann þurfti að bíða í tíu mínútur eftir því að geta tekið vítið þar sem ólæti brutust út meðal áhorfenda eftir dóminn.

„Stuðningsmenn þeirra voru nokkuð klikkaðir þarna við völlinn. Þegar við fengum vítið var bjórdósum og allskyns drasli kastað inn á völlinn. Svo voru þeir að berja löggurnar með prikum og ég veit ekki hvað og hvað," segir Arnór sem viðurkennir að þetta hafi reynt á einbeitinguna. Stuðningsmenn Hammarby eru þekktir fyrir að vera blóðheitir.

„Þetta var klárt víti en menn voru pirraðir og allt sauð upp úr þegar lögreglan skipti sér af. Ég fékk að bíða og það er erfiðara að þurfa að bíða svona lengi eftir að taka víti. Þetta fór samt örugglega í hornið."

Arnór segist hafa getað fiskað annað víti í þessum leik en hann vildi ekki gera Ögmundi Kritinssyni, markverði Hammarby, neinn grikk.

„Ég ákvað að stinga mér ekki niður það þar sem góðvinur manns Ömmi stóð í markinu. Ég vildi ekki búa til neina vitleysu fyrir hann og hann þakkaði mér fyrir eftir leikinn."

Svipmyndir úr leiknum:


Sjá einnig:
Arnór Ingvi: Rétti tíminn fyrir mig til að fara annað
Athugasemdir
banner
banner