Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 30. apríl 2016 11:37
Magnús Már Einarsson
Leiknir Fáskrúðsfirði fær þrjá til viðbótar (Staðfest)
Úr leik hjá Leikni Fáskrúðsfirði í vetu.
Úr leik hjá Leikni Fáskrúðsfirði í vetu.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Leiknir Fáskrúðsfirði heldur áfram að styrkja leikmannahóp sinn fyrir Inkasso-deildina í sumar.

Á heimasíðu félagsins er greint frá því að Alexander Ainscough sé á leið til félagsins en hann er sóknarmaður sem á ættir að rekja til Bandaríkjanna og Írlands.

Hinn spænski Jesus Suarez hefur einnig bæst í hópinn en hann getur spilað aftarlega á miðjunni eða í hjarta varnarinnar.

Þá er Valdimar Ingi Jónsson kominn aftur til Leiknis á láni frá Víkingi R. en hann hjálpaði Fáskrúðsfirðingum upp í 1. deild í fyrra.

Leiknir Fáskrúðsfirði mætir Selfyssingum í 1. umferð í Inkasso-deildinni eftir viku.

Komnir:
Alexander Ainscough
Alberto Manuel Ramón Camarasa frá Spáni
Amir Mehica frá Fjarðabyggð
Ignacio Poveda Ganoa frá Spáni
Jesus Suarez frá Spáni
Jonas Westmark frá Danmörku
Ísak Breki Jónsson frá Fylki
Sergio Cuesta Amella frá Quintanar del Rey á Spáni
Stefano Layeni frá Ítalíu
Valdimar Ingi Jónsson frá Víkingi R. á láni

Farnir:
Bergsteinn Magnússon
Fernando Garcia Castellanos til Spánar
Haraldur Þór Guðmundsson í Fjarðabyggð
Paul Bodgan Nicolescu
Stefano Layeni í Fram
Vignir Daníel Lúðvíksson í Þrótt Vogum
Athugasemdir
banner
banner
banner