banner
   sun 01. maí 2016 12:09
Arnar Geir Halldórsson
Byrjunarlið Man Utd og Leicester: Enginn Vardy
Enskur meistari í lok dags?
Enskur meistari í lok dags?
Mynd: Getty Images
Man Utd fær Leicester í heimsókn í öðrum leik dagsins í enska boltanum.

Takist Leicester að vinna leikinn er liðið orðið Englandsmeistari og yrði það þá í fyrsta skipti í sögu félagsins.

Besti árangur Leicester í efstu deild Englands hingað til var árið 1929 þegar liðið lenti í öðru sæti.

Leicester leikur sem kunnugt er án síns helsta markaskorara þar sem Jamie Vardy er í leikbanni. Þá er Marc Albrighton á bekknum en Jeffrey Schlupp byrjar hjá Leicester.

Man Utd þarf einnig á sigri að halda þar sem liðið er enn að keppa um fjórða sætið og stillir Louis van Gaal upp sókndjörfu liði í dag.

Byrjunarlið Man Utd:De Gea, Valencia, Smalling, Blind, Rojo, Carrick, Fellaini, Lingard, Rooney, Martial, Rashford.

Byrjunarlið Leicester:Schmeichel, Fuchs, Morgan, Huth, Simpson, Kante, Drinkwater, Schlupp, Mahrez, Okazaki, Ulloa.
Athugasemdir
banner
banner