Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 01. maí 2016 12:51
Arnar Geir Halldórsson
England: Gylfi lagði upp í sigri á Liverpool
Ayew þakkar Gylfa fyrir sendinguna
Ayew þakkar Gylfa fyrir sendinguna
Mynd: Getty Images
Swansea 3 - 1 Liverpool
1-0 Andre Ayew ('20 )
2-0 Jack Cork ('33 )
2-1 Christian Benteke ('65 )
3-1 Andre Ayew ('67 )
Rautt spjald:Bradley Smith, Liverpool ('76)

Swansea vann nokkuð öruggan sigur á Liverpool í fyrsta leik dagsins í enska boltanum.

Á 20.mínútu fengu heimamenn hornspyrnu sem íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson tók. Spyrna Gylfa fann Andre Ayew sem kom boltanum framhjá Danny Ward.

Jack Cork tvöfaldaði forystuna fyrir Swansea eftir rúmlega hálftíma leik og þannig stóðu leikar í leikhléi.

Christian Benteke kom inn af bekknum í hálfleik og honum tókst að minnka muninn fyrir Liverpool þegar hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu en Gylfi réði ekki við Belgann í vítateignum.

Swansea voru fljótir að svara því Ayew gulltryggði sigurinn með öðru marki sínu, tveim mínútum eftir að Benteke hafði skorað.

Brad Smith fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 76.mínútu sem þýddi að Liverpool léku manni færri síðasta stundarfjórðunginn.

Úrslitin þýða að Swansea er endanlega búið að gulltryggja sæti sitt meðal þeirra bestu og mun því leika í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner