Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 02. maí 2016 07:00
Elvar Geir Magnússon
Spá þjálfara og fyrirliða í 2. deild: 6. sæti
Liði Vestra er spáð sjötta sætinu.
Liði Vestra er spáð sjötta sætinu.
Mynd: Vestri
Vestramenn á æfingu.
Vestramenn á æfingu.
Mynd: Vestri
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ? 
2. ? 
3. ? 
4. ? 
5. ? 
6. Vestri 133 stig
7. Höttur 116 stig
8. Völsungur 100 stig
9. Sindri 81 stig
10. Njarðvík 70 stig
11. Ægir 60 stig
12. KF 45 stig  

6. Vestri
Lokastaða í fyrra:
 12. sæti í 1. deild 

Þjálfararnir: Joe Funicello og Ásgeir Guðmundsson stýra Vestra í sumar. Vestri, sem hét áður BÍ/Bolungavík, féll úr 1. deild í fyrra en þá þjálfaði Jón Hálfdán Pétursson liðið. Ásgeir er heimamaður og fyrrum leikmaður hjá BÍ/Bolungarvík. Joe spilaði með Þór 2010, 2012 og 2013 en hann hjálpaði til við þjálfun hjá BÍ/Bolungarvík hluta tímabils í fyrra.

Styrkleikar: Ungir heimastrákar fengu dýrmæta reynslu í 1. deildinni í fyrra og ættu að koma sterkari til leiks í 2. deildinni í ár. BÍ/Bolungarvík var í 1. deildinni í fimm ár samfleytt og metnaður er fyrir því að fara beint aftur upp, nú undir merkjum Vestra. Joe Funicello á að þekkja vel til erlendu leikmannana sem eru að koma til félagsins en átta erlendir leikmenn verða í hópnum í sumar.

Veikleikar: Úrslitin á undirbúningstímabilinu voru ekkert sérstök og gengið í Lengjubikarnum gefur ekki ástæðu til sérstakrar bjartsýni. Erlendu leikmennirnir eru að koma seint til móts við liðið og spurning er hvort það eigi ekki eftir að hafa áhrif í sumar. Þjálfararnir eru báðir ungir og óreyndir en spennandi verður að sjá hvernig þeir tækla verkefnið í sumar.

Lykilmenn:  Elmar Atli Garðarsson, James Pucci, Matt Nigro.

Komnir:
Aurélien Norest frá Kanada
Brodie Steigerwald - á eftir að fá leikheimild
Cyrus Mohseni - á eftir að fá leikheimild
Ernir Bjarnason á láni frá Breiðabliki
Halldór Ingi Skarphéðinsson byrjaður aftur
Hafþór Atli Agnarsson byrjaður aftur
James Pucci frá Kanada
Matthew Nigro frá Bandaríkjunum
Zeze Lago Anderson frá Spáni

Farnir:
Aaron Walker
Alexander Jackson Möller
Amath Andre Dansokho Diedhiou
Calvin Crooks
Daði Freyr Arnarsson í FH
Fabrizio Maria
Jose Figura
Loic Ondo í Fjarðabyggð
Joseph Spivack
Nigel Quashie hættur
Pape Mamadou Faye í Víking Ó.
Rochill Junior
Sigurgeir Sveinn Gíslason í Reyni S.

Fyrstu leikir Vestra:
7. maí Vestri – KF
14. maí Vestri – Höttur
21. maí ÍR - Vestri
Athugasemdir
banner
banner
banner