Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 02. maí 2016 22:50
Ívan Guðjón Baldursson
Hiddink: Ranieri hringdi til að þakka mér fyrir
,,Veit ekki hvort hann hafi verið grátandi"
Mönnum varð heitt í hamsi oftar en tvisvar sinnum á meðan á leiknum stóð.
Mönnum varð heitt í hamsi oftar en tvisvar sinnum á meðan á leiknum stóð.
Mynd: Getty Images
Guus Hiddink segir að Claudio Ranieri hafi hringt í sig að leikslokum til að þakka fyrir frammistöðu Chelsea í síðari hálfleiknum gegn Tottenham.

Chelsea var tveimur mörkum undir í hálfleik en sýndi mikinn baráttuvilja og náði jafntefli sem tryggði Leicester titilinn.

„Menn voru aðeins að kítast að leikslokum, menn voru dansandi um og ýtandi í næstu menn," sagði Hiddink, sem var ýtt út af vellinum og í stúkuna í átökum að leikslokum.

„Ranieri hringdi í mig skömmu eftir leikinn til að þakka mér fyrir frammistöðu Chelsea í síðari hálfleik.

„Það voru lítilsháttar brestir í röddinni hans. Ég veit ekki hvort hann hafi verið grátandi, ég sá engin tár því þetta var bara símtal."

Athugasemdir
banner
banner
banner