fim 05. maí 2016 09:00
Elvar Geir Magnússon
Spá þjálfara og fyrirliða í 2. deild: 1. sæti
Ström-vélin.
Ström-vélin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jónatan Hróbjartsson.
Jónatan Hróbjartsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ÍR 230 stig
2. Grótta 220 stig
3. Afturelding 194 stig
4. KV 152 stig
5. Magni 150 stig
6. Vestri 133 stig
7. Höttur 116 stig
8. Völsungur 100 stig
9. Sindri 81 stig
10. Njarðvík 70 stig
11. Ægir 60 stig
12. KF 45 stig  

1. ÍR
Lokastaða í fyrra:
 3. sæti í 2. deild 

Þjálfarinn:  Arnar Þór Valsson stýrir liði ÍR fjórða árið í röð. Arnar Þór, eða Addó eins og hann er kallaður, er einn leikjahæsti leikmaður ÍR frá upphafi. Addó lagði skóna á hilluna í júlí árið 2006. Hann tók síðan við þjálfun liðsins haustið 2012. 

Styrkleikar: Hafa svipaðan kjarna og hefur verið í toppbaráttunni undanfarin ár en þrjú ár í röð hefur ÍR verið hársbreidd frá sæti í 1. deild. Kristján Ómar Björnsson og Halldór Arnarsson koma með reynslu aftarlega á vellinum en í sókninni er Jónatan Hróbjartasson kominn aftur á láni frá Fjölni og Jón Gísli Ström er kominn heim frá Bandaríkjunum þar sem hann var í skóla. Leikmannahópurinn er virkilega stór og breiður og mikil samkeppni er um sæti í byrjunarliðinu fyrir sumarið.

Veikleikar: Í fyrra var ÍR með níu sigra eftir fyrri umferðina í 2. deildinni og sæti í 1. deild blasti við en allt kom fyrir ekki. Liðið má ekki taka jafn mikla dýfu í seinni umferðinni í ár og stöðugleikinn þarf að vera meiri þegar mest á reynir. Eins og áður kom fram eru margir leikmenn að berjast um sæti í liðinu og það gæti orðið snúið fyrir Addó þjálfara að halda öllum leikmönnum sáttum.

Lykilmenn: Jón Gísli Ström, Jónatan Hróbjartsson, Magnús Þór Magnússon.

Komnir:
Árni Þór Jakobsson frá Þrótti
Halldór Arnarsson frá Selfossi
Hilmar Þór Kárason frá Sindra
Jón Tómas Rúnarsson frá Breiðabliki
Kristján Ómar Björnsson frá Gróttu

Farnir:
Aakash Gurung í HK
Alex Birgir Gíslason í ÍH
Marteinn Pétur Urbancic í Reyni Sandgerði
Páll Magnús Pálsson í Val
Samúel Arnar Kjartansson í Ými
Styrmir Erlendsson í Fylki

Fyrstu leikir ÍR
6. maí ÍR – Grótta
13. maí Njarðvík – ÍR
21. maí ÍR - Vestri
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner