Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 05. maí 2016 15:00
Magnús Már Einarsson
Jóhann Birnir lítið með Keflavík í sumar
Jóhann Birnir Guðmundsson.
Jóhann Birnir Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Birnir Guðmundsson verður lítið með Keflvíkingum í Inkasso-deildinni í sumar.

Hinn 38 ára gamli Jóhann Birnir handarbrotnaði gegn KR í undanúrslitum Lengjubikarsins í síðasta mánuði.

„Hann fór í aðgerð á hendinni og það lítur út fyrir að hann verði ekki mikið með okkur," sagði Þorvaldur Örlygsson þjálfari Keflvíkinga við Fótbolta.net.

„Hann verður í gifsi í marga mánuði og við getum lítið reiknað með Jóhanni Birni. Ef hann kemur til okkar í sumar þá er það plús."

Annar reynslubolti, Hólmar Örn Rúnarsson, sleit krossband á dögunum og verður ekkert með Keflavík í sumar.

Keflvíkingum er spáð 2. sætinu í Inkasso-deildinni en liðið mætir HK í 1. umferðinni annað kvöld.

Sjá einnig:
Þorvaldur Örlygs: Fyrsta deildin virðist vera eins og pólitíkin
Athugasemdir
banner