Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 05. maí 2016 15:32
Magnús Már Einarsson
Gylfi meiddur - Ekki meira með Swansea á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson mun ekki leika meira með Swansea á þessu tímabili vegna meiðsla á öxl. Francesco Guidolin, stjóri Swansea, staðfesti þetta á fréttamannafundi í dag.

Gylfi spilar því ekki gegn West Ham um helgina né gegn Manchester City í lokaumferðinni.

Neil Taylor verður heldur ekki með Swansea gegn West Ham um helgina vegna meiðsla.

„Neil og Gylfi eru meiddir svo það er betra að þeir hvíli sig og verði í lagi fyrir næsta tímabil," sagði Guidolin.

Ashley Williams, fyrirliði Swansea, fær einnig hvíld eftir að hafa spilað allar mínútur með liðinu í vetur. Williams og Taylor eru á leið með landsliði Wales á EM í sumar.

Gylfi er einnig á leið þangað með íslenska landsliðinu. Landsliðshópurinn verður tilkynntur á mánudag en ekki hefur verið greint nánar frá því hversu alvarleg meiðsli Gylfa eru.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner