Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 07. maí 2016 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland í dag - Bayern getur tryggt titilinn
Mynd: Getty Images
Það er mikil sætabarátta í gangi í lokaumferðum þýsku efstu deildarinnar þar sem Alfreð Finnbogason og félagar verða í beinni útsendingu á Bravó og geta tryggt sæti sitt í deildinni með sigri. Þetta verður afar erfiður leikur fyrir Augsburg enda mætir liðið Schalke, sem er aðeins einu stigi frá Meistaradeildarsæti.

Toppliði Bayern München nægir ekki nema eitt stig gegn nýliðum Ingolstadt til að tryggja sér sinn fjórða Þýskalandsmeistaratitil í röð í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 6.

Borussia Mönchengladbach þarf sigur gegn Bayer Leverkusen til að halda síðasta Meistaradeildarsætinu. Hertha Berlin fylgir M'Gladbach fast á eftir og á heimaleik gegn fallbaráttuliði Darmstadt.

Stuttgart er búið að tapa fjórum leikjum í röð og þarf sigur gegn Mainz á heimavelli til að vera ekki í bullandi fallhættu fyrir síðustu umferðina. Eintracht Frankfurt, sem fær toppbaráttulið Borussia Dortmund í heimsókn, er í svipaðri stöðu og Stuttgart nema að liðinu hefur óvænt tekist að vinna tvo leiki í röð.

LIðsfélagar Arons Jóhannssonar í Werder Bremen eiga útileik við Köln og geta farið langleiðina með að bjarga sér frá falli með sigri. Þá getur Hoffenheim tryggt sæti sitt í deidinni með sigri á botnliði Hannover.

Laugardagur:
13:30 Ingolstadt - Bayern (Stöð 2 Sport 6)
13:30 Schalke - Augsburg Bravó)
13:30 Frankfurt - Dortmund
13:30 M'Gladbach - Leverkusen
13:30 Hertha Berlin - Darmstadt
13:30 Stuttgart - Mainz
13:30 Köln - Werder Bremen
13:30 Hamburger - Wolfsburg
13:30 Hannover - Hoffenheim
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner